Um hvað snýst málið?
Tyrkneska karlalandsliðið í fótbolta lenti á Keflavíkurflugvelli í gær vegna landsleiks sem fer fram á morgun. Tyrkirnir voru ekki sáttir við hert vegabréfaeftirlit og öryggisleit á flugvellinu en ekki bætti úr skák þegar „óprúttinn aðili” stakk sér á milli fréttamanna og otaði uppþvottabursta að landsliðsmanninum Emre Belozoglu.
? Emre Belözoğlu: "Bizim ülkemize kurban olsunlar." pic.twitter.com/aq1TzK6vmE
— FutbolArena (@futbolarena) June 9, 2019
Sjá einnig: Tyrkir hafa kvartað formlega við íslensk stjórnvöld vegna móttökunnar sem landsliðið fékk
Hatursskilaboðum hefur rignt yfir Íslendinga, sérstaklega karlmenn, á Twitter í gær og í dag. Margir íþróttafréttamenn og þjóðþekktir einstaklingar hafa þurft að tvíta út yfirlýsingum að þeir séu ekki maðurinn dularfulli með uppþvottaburstann.
Er að fá ca 20000 hótunarpósta/haturspósta frá Tyrklandi. ? Einhverjir að lenda í þessu???
— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) June 9, 2019
Ástæða þess að Tyrkir reiðast svo yfir annars saklausum hrekk, er vegna þess að sambærilegir burstar eins og sjást í myndbandinu eru nefndir á ensku „Turk’s Head Brush” og er orðið notað yfir Tyrki í rasískum, niðrandi tilgangi.
Tyrkirnir virðast vera brjálaðir af því að uppþvottabursti er víst með eitthvað massa gildishlaðið slanguryrði sem niðurlægir tyrki. Fulli gaurinn sem ætlaði að vera fyndinn með míkrófón-burstann tókst sem sagt að vera racist.
Held ég. https://t.co/vFTL692IAf— Atli Viðar (@atli_vidar) June 10, 2019
Sökudólgurinn er enn ekki fundinn og ekki er vitað hvort hann hafi verið Íslendingur eða ferðamaður. Tyrkir ausa úr skálum reiðar sinnar undir myllumerkinu #TurksAreComingForIceland á Twitter.
To all Turkey fans sending me messages here and on instagram. I am in gay pride in Sitges now and do not have highlights any longer in hair.
So it’s not me.
But I am thinking about getting highlights in hair again.
— Egill Einarsson (@EgillGillz) June 10, 2019
Tyrkneska utanríkisráðuneytið hefur sent formlega kvörtun vegna framkomunnar á Keflavíkurflugvelli og uppþvottabursta-uppákomunnar og hafa óskað eftir hertri öryggisgæslu á leiknum. Óvíst er hvort hafi verið um saklaust grín eða vísvitandi kynþáttamismunun að ræða.
Hvað er að frétta #TurksAreComingForIceland pic.twitter.com/YsdutoWLDj
— Ózkar Þór Arngrímzzon (@zetzkar) June 10, 2019
Örskýringar eru 200 orða fréttaskýringar Nútímans um mál sem mikið er fjallað um. Sendu okkur póst ef þú ert með hugmynd að örskýringu.
Sjá einnig: Íslendingar á Twitter tjá sig um uppþvottaburstamálið: „Verður varla leyst nema í næstu Eurovision-keppni“