Auglýsing

Standa fyrir hinsegin skemmtikvöldi fyrir konur: „Viljum styrkja samfélagið okkar“

Annað kvöld verður haldið fyrsta Hinsegin Ladies Night á Miami Bar en viðburðurinn er ætlaður öllum konum innan LGBTQIAP+ samfélagsins til að koma saman og hafa gaman.

Konurnar á bakvið viðburðinn eru ekki af verri endanum en þær Ástrós Erla, Alda Karen, Ingibjörg Ruth og Ester Ýr halda utan um fögnuðinn. 

„Hinsegin Ladies Night eru kvöld sem eru tileinkuð konum og kynsegin sem heillast af konum. Við erum svo margar hinsegin konur hér á landi og undanfarin ár hefur ekki verið neinn vettvangur fyrir þenna hóp að koma saman” segir Ástrós Erla, einn viðburðahaldara.

Hún segir að grunnhugmyndin af viðburðinum hafi verið að skapa vettvang fyrir hinsegin konur til þess að hittast, kynnast, mynda tengsl og hafa gaman. Hún hvetur allar hinsegin og kynsegin konur til að mæta, óháð aldri, hjúskaparstöðu eða skilgreiningu innan hinseginsamfélagsins.

„Við vinkonurnar vorum að ræða þetta einn daginn, þessa vöntun stöðum þar sem hinsegin og kynsegin konur á Íslandi geta komið saman, kynnst og lært af hvorri annarri. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að við myndum búa til þennan vettvang sjálfar” segir Ástrós.

Ástrós segir að ekkert verði til sparað á þessu fyrsta kvöldi og von sé á stórgóðum gestum, þar á meðal spennandi leynigesti.

„Þær María Rut og Ingileif sem allir ættu að þekkja úr Hinseginleikanum verða veislustjórar kvöldsins og halda uppi stuðinu, svo verður Vala Stef gestabarþjónn og galdrar fram geggjaða drykki og nóttin byrjar með sturluðu DJ setti frá Röggu Hólm! Þetta verður því ekkert slor og hvetjum við allar konur í hinsegin samfélaginu til að mæta” segir Ástrós.

Þær Ástrós, Alda Karen, Ingibjörg og Ester eru gestagrammarar á Instagramreikningi Hinseginleikans, sem þær María Rut og Ingileif halda úti. Hinseginnleikinn byrjaði sem Snapchat-reikningur fyrir nokkrum árum og átti stóran þátt í að opna hinseginumræðuna á Íslandi en hefur nú fært sig yfir á Instgram.

View this post on Instagram

Við erum svo spenntar að taka þátt í fyrsta Hinsegin Ladies Night, sem haldið veður á Miami Bar að Hverfisgötu 33 næstkomandi miðvikudag klukkan 20. Viðburðurinn verður mánaðarlegur og tileinkaður konum og kynsegin fólki sem heillast að konum ? . Undanfarin ár hefur ekki verið vettvangur fyrir þennan hóp til að koma saman, og er grunnhugmyndin því að skapa þann vettvang með því að mynda grundvöll fyrir hinsegin konur til að kynnast, skapa tengsl og læra af hvorri annarri – og með því styrkja samfélagið okkar ? . Ætlunin er að öllum hinsegin konum, á hvaða aldri sem þær eru, hvernig sem þær skilgreina sig innan LGBTQIAP+ og sama hvaða hjúskapastöðu þær eru í, líði sem þær séu velkomnar og eru hluti af heildinni ❤️ . Við @ingileiff og @mariarut stofnendur Hinseginleikans munum halda uppi stuðinu og hrista hópinn saman sem skemmtanastjórar kvöldsins. Þá verður @valastef gestabarþjónn kvöldsins og mun bjóða upp á einstakan kokteilaseðil. Einnig verður plötusnúður á svæðinu sem mun halda uppi stuðinu með góðum tónum! ?? . Kvöldin eru skipulögð af @astroserla, @ester.borg, @irgulin, @aldakarenh og þökkum við þeim fyrir þetta frábæra og þarfa framtak ??

A post shared by Hinseginleikinn (@hinseginleikinn) on

Ástrós segir að þó kvöldin séu skilgreind sem hinsegin verði að sjálfsögðu engum konum meinaður aðgangur, enda er það ekki í anda kvöldsins að mismuna eftir skilgreiningum. Ástrós segir að á Miami Bar séu kynlaus salerni og gott aðgengi fyrir hjólastóla, svo öllum ætti að líða vel og geta skemmt sér án nokkurra vandkvæða.

„Við viljum bara styrkja samfélagið okkar, alveg sama hvernig konur kjósa að skilgreina sig. Okkur er sama hvort þú ert kona, kynsegið, lesbía, pan- eða tvíkynhneigð, trans eða intersex, fjölkær eða eikynhneigð, okkur langar bara að efla samfélag hinsegin kvenna og hlökkum til að sjá ykkur allar annað kvöld!” segir Ástrós að lokum.

View this post on Instagram

Næstar til að taka yfir Hinseginleikagrammið eru snillingarnir á bakvið Hinsegin Ladies Night viðburðina sem fara af stað næstkomandi miðvikudag! Það eru þær @astroserla, @irgulin, @ester.borg og @aldakarenh ?? þær ætla að sýna okkur frá undirbúningi fyrsta kvöldsins, segja okkur nánar frá viðburðinum og leyfa okkur að kynnast sér ? hugmyndina segja þær hafa kviknað vegna skorts á stöðum þar sem hinsegin konur á Íslandi geta komið saman, kynnst, skapað tengsl og lært hvor af annarri ? því ákváðu þær að búa til vettvang svo hinsegin konur, á hvaða aldri sem þær eru, hvernig sem þær skilgreina sig innan LGBTQIA+ og sama hvaða hjúskaparstöðu þær eru í, geti komið saman og með því styrkt samfélagið okkar ? við hlökkum til að fylgjast með og hvetjum ykkur til að gera það sama ?️‍?

A post shared by Hinseginleikinn (@hinseginleikinn) on

Hinsegin Ladies Night verða mánaðarlegir viðburðir og fyrsta kvöldið fer fram á Miami Bar á Hverfisgötu 33 miðvikudagskvöldið 12.júní. Fjörið byrjar kl. 20:00 og kostar litlar 1000 kr. inn. Fyrstu gestirnir fá kokteil í boði Fentimans og Hernö Gin og ljóst er að mikið fjör og gleði verður á Miami Bar annað kvöld.

Hægt er að fylgjast með Hinsegin Ladies Night á Facebook og hægt er að kíkja á viðburðinn hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing