Auglýsing

ABBA gefur út nýja tónlist

Sænska hljómsveitin ABBA vinnur nú að nýrri tónlist og stefna á að gefa út þrjú ný lög í byrjun nóvember á þessu ári. Björn Ulvaeus, gítarleikari og söngvari sveitarinnar greindi frá þessu í viðtali í morgunþættinum Good Morning Britain en frá þessu er greint á Vísi.is.

Sjá einnig: Sigurjón Kjartansson játar ást sína á Abba: „Ef þau hefðu verið Íslendingar hefðu þau byggt sér hvort sitt húsið í Árbænum”

ABBA hafa verið saman í hljóðveri á nýjan leik og Ulvaeus segir að það hafi verið stórkostleg upplifun þegar þau mættu fjögur saman í hljóðverið aftur. Aðrir meðlimir sveitarinnar eru þau Benny Anderson, Anni-Frid Lyngstad og Agnethu Fältskog.

Síðasta plata ABBA kom út árið 1982 en hljómsveitin hætti störfum sama ár. Á síðasta ári tók hljómsveitin aftur saman og byrjaði að vinna að nýrri tónlist.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing