Auglýsing

Umhverfisstofnun kærir typpamyndir á Helgafelli

Umhverfisstofnun hefur kært nátturuspjöll sem unnun voru í móbergsklöpp á Helgafelli við Hafnarfjörð. Þar voru nöfn og fangamerki einstaklinga krotuð í mjúkt bergið og einnig voru teiknuð typpi.

Á vef Umhverfisstofnunnar segir að augljóst sé að sum spjöllin hafi verið unnin mjög nýlega, jafnvel á allra síðustu dögum. Svona áletranir séu skýrt brot á náttúruverndarlögum og gróðarleg vanvirðing gagnvart náttúru landsins. Brotin skilji eftir sig skemmdir sem getur tekið veður og vinda tugi eða hundruð ára að afmá.

„Það sem verra er, svona athæfi geta virkað sem hvatning fyrir aðra til að gera slíkt hið sama. Umhverfisstofnun hefur tekið náttúruspjöllin við Helgafell til meðferðar og hefur tilkynnt brotin til lögreglu. Þá lýsir Umhverfisstofnun áhyggjum af utanvegaakstri og óvirðingu við náttúru landsins sem fjallað hefur verið um síðustu vikur,“ segir á vef Umhverfisstofnunnar.

„Náttúruspjöll eru lögbrot sem sæta viðurlögum og við hvetjum ferðalanga til að halda vöku sinni og tilkynna brot. Hjálpumst að við að halda náttúru okkar óspilltri. Ef það er ekki gestabók á fjallstindinum sem þú toppaðir, vinsamlegast slepptu því að rita nafnið þitt.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing