Íslenska kvikmyndin Kona fer í stríð er heldur betur að slá í gegn á heimsvísu um þessar mundir. Kvikmyndin var valin á lista hjá bæði Variety og Rotten Tomatoes sem ein af bestu myndum ársins 2019 til þessa.
Sjá einnig: Jodie Foster endurgerir Kona fer í stríð og leikur aðalhlutverkið: „Get ekki beðið eftir því að leika hana“
Kona fer í stríð, í leikstjórn Benedikts Erlingssonar hlaut alls 10 tilnefningar til Edduverðlauna þetta árið og fór heim með jafn margar styttur. Kona fer í stríð hefur farið sigurför um heiminn og hlotið fjöldan allan af verðlaunum út um allan heim og var framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna í ár.
Myndin fær 97% einkunn á vef Rotten Tomatoes og er því á meðal tíu bestu mynda ársins samkvæmt þessum vinsæla kvikmyndavef. Þá er hún ein af 15 bestu kvikmyndum ársins hjá virta tímaritinu Variety.
Stórleikkonan Jodie Foster mun leikstýra, framleiða og leika í enskri endurgerð af Kona fer í stríð. Foster mun leika hlutverk Höllu sem Halldóra Geirharðsdóttir lék í upprunalegu útgáfunni.