Yfir 20 þúsund kristnir einstaklingar hafa skrifað undir áskorun til Netflix um að hætta sýningum á sjónvarpsþáttunum Good Omens. Það vill hinsvegar svo óheppilega til að sjónvarpsþættirnir eru ekki framleiddir af Netflix heldur Amazon Prime. Frá þessu er greint á vef Guardian.
Sex-þátta serían var frumsýnd á Amazon Prime í síðasta mánuði en í þáttunum leika þeir David Tennant og Michael Sheen. Þeir leika púka og engil sem að slá höndum saman í baráttunni við heimsendi.
Kristnu samtökin US Foundation for a Christian Civilisation, eru á móti sýningu þáttanna. Yfir 20 þúsund meðlimir hafa skrifað undir áskorun þar sem talað er um að þættirnir séu enn eitt skrefið í því að gera Satanisma venjulegan, léttúðlegan og ásættanlegan.
Þættirnir eru byggiðir á bók Neil Gaiman en hann sagði að honum þætti það einstaklega fallegt að sjá að samtökin ætluðu að senda áskorunina á Netflix. „Lofið þið því að segja þeim ekki?“ skrifar hann. Þá hafa fleiri grínast með þetta á Twitter en hér að neðan má sjá nokkur góð tíst.
This is so beautiful… Promise me you won't tell them? https://t.co/thYTOG7GBE
— Neil Gaiman (@neilhimself) June 19, 2019
OMG, just checked Netflix, it’s like Good Omens was never even there! These are powerful forces at work.
— James Moran (@jamesmoran) June 20, 2019
Dear Netflix, please can a have a role in next seasons Good Omens? Regards, Gina Bellman (oops) https://t.co/iqFreUgDKz
— Gina Bellman (@Ginabellman) June 20, 2019
I too would like to add my name to the list of 20,000+ complaints against @GoodOmensPrime and @neilhimself The show was FAR TOO good and I binge watched and it ended far too fast. More plz love Sarah
— Sarah Parcak (@indyfromspace) June 20, 2019
If Netflix won’t cancel Amazon Prime’s show, I’m going to boycott HBO. Who’s with me?
— Zubi (@BeardedGunny) June 20, 2019
ok we promise not to make any more https://t.co/TRPux36kcX
— Netflix UK & Ireland (@NetflixUK) June 20, 2019
Hey @netflix, we'll cancel Stranger Things if you cancel Good Omens. ? https://t.co/EJPmi9rL7g
— Prime Video (@PrimeVideo) June 20, 2019