Auglýsing

Yfir 20 þúsund manns vilja að Netflix hætti að sýna þætti sem eru sýndir á Amazon Prime

Yfir 20 þúsund kristnir einstaklingar hafa skrifað undir áskorun til Netflix um að hætta sýningum á sjónvarpsþáttunum Good Omens. Það vill hinsvegar svo óheppilega til að sjónvarpsþættirnir eru ekki framleiddir af Netflix heldur Amazon Prime. Frá þessu er greint á vef Guardian.

Sex-þátta serían var frumsýnd á Amazon Prime í síðasta mánuði en í þáttunum leika þeir David Tennant og Michael Sheen. Þeir leika púka og engil sem að slá höndum saman í baráttunni við heimsendi.

Kristnu samtökin US Foundation for a Christian Civilisation, eru á móti sýningu þáttanna. Yfir 20 þúsund meðlimir hafa skrifað undir áskorun þar sem talað er um að þættirnir séu enn eitt skrefið í því að gera Satanisma venjulegan, léttúðlegan og ásættanlegan.

Þættirnir eru byggiðir á bók Neil Gaiman en hann sagði að honum þætti það einstaklega fallegt að sjá að samtökin ætluðu að senda áskorunina á Netflix. „Lofið þið því að segja þeim ekki?“ skrifar hann. Þá hafa fleiri grínast með þetta á Twitter en hér að neðan má sjá nokkur góð tíst.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing