Breska ríkisútvarpið BBC birti í gær á vef sínum umfjöllun um virðinarleysi erlendra Instagram-áhrifavalda á Íslandi. Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður fyrir áhrifavalda og frægt fólk undanfarin ár. Á vef BBC kemur fram að Íslendingar séu orðnir langþreyttir á hegðun slíkra áhrifavalda hér á landi.
Sjá einnig: Það er best að taka nektarmyndir á Íslandi samkvæmt þekktri Instagram-stjörnu
Í umfjölluninni er minnst á heimsókn rússnesku Instagram stjörnunnar Alexander Tikhomirov. Tikhomirov komst í fréttirnar hér á landi fyrir utanvegaakstur í Mývatnssveit.
Rætt er við Pál Jökul Pétursson sem hefur ferðast með erlenda ljósmyndara um Ísland. Hann segir að slæmir áhrifavaldar trekki oft að slæma gesti með því að sýna glæfralega hegðun. Hinsvegar séu líka góðir áhrifavaldar sem sleppi því til dæmis að merkja staði við færslur sínar til að vernda þá fyrir ágangi ferðamanna.
Umfjöllun BBC má lesa í heild með því að smella hér.