Fyrrum handboltakappinn Logi Geirsson auglýsti í dag stórglæsilegt Rolex úr til sölu á Facebook-hópnum Brask og Brall. Logi verðmetur úrið á 620 þúsund krónur.
Sjá einnig: Fimm skemmtilegir hópar á Fésbókinni sem þú verður að sækja um aðild að
Í Facebook-hópnum Brask og Brall eru yfir 56 þúsund meðlimir og því fínn vettvangur til þess að losa sig við ýmislegt. Í lýsingu hópsins stendur að þar megi selja hvað sem er, þó svo að það séu skítugir sokkar.