Auglýsing

Nóg að gera hjá Magna á Þjóðhátíð í ár

Í vikunni var tilkynnt um fleiri atriði sem koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum í ár. Það verður nóg að gera hjá tónlistarmanninum Magna Ásgeirssyni á Þjóðhátíð í ár en hann kemur fram á þremur mismunandi tónleikum.

Hljómsveitin Killer Queen var tilkynnt í vikunni en Magni mun einnig koma fram með hljómsveitinni Á Móti Sól og á Aldamótatónleikunum.

Strákarnir í FM95Blö tilkynntu sig á Þjóðhátíð slíðastliðin föstudag í beinni útsendingu og það verða leynigestir með í því atriði eins og undanfarin ár. Einnig staðfesti Þjóðhátíðarnefnd Halldór Gunnar & Albatross sem koma fram með Sverri Bergmann, Stuðlabandið, Foreign Monkeys, Huldumenn og Brimnes.

Dagskrá Þjóðhátíðar verður fullmótuð í lok júní en enn á eftir að staðfesta síðustu atriðin.
 
Dagskrá Þjóðhátíðar 2019:
Herra Hnetusmjör, Huginn, GDRN, Flóni, ClubDub, Jón Jónsson, Friðrik Dór, JóiPéxKróli, SZK, Lukku Láki, GRL PWR, Bjartmar Guðlaugs, ÁMS, Aldamótatónleikarnir, Sverrir Bergmann, Svala Björgvins og Egill Ólafs. 
 
Þjóðhátíð fer fram 1.-3.ágúst / miðasala í fullum gangi á: https://dalurinn.is/
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing