Sænska sveitastúlkan Pixie Fox hafði lagst undir hnífinn í meira en 100 skipti áður en hún varð 26 ára gömul.
Vefsjónvarpsstöðin Barcroft TV fylgdi henni eftir í þættinum Hooked on the Look, festi snótina á filmu á skurðarborðinu og svo þegar hún gjörbreytt heimsótti fjölskylduna sína í kjölfarið.
Sjón er sögu ríkari en vakin er athygli á því að í myndbandinu hér að neðan eru myndskeið sem vakið gætu óhug, jafnvel velgju.