Öll höfum við okkar „lúkk“ og fatastíl sem við höfum ákveðið eftir því sem okkur finnst flott og fara okkur vel.
Það er mismunandi hversu djörf við erum þegar kemur að stílnum okkar en það má með sanni segja að hin brasilíska Andressa Damiani hafi valið sér hedur sérstakan stíl.
Hún kýs að líta út eins og lifandi dúkka.
Andressa er 25 ára. Hún notar skálastærð 32F og mittið á henni er aðeins 50 cm að ummáli.
Hún biður fólk að kalla sig Elsu.
„Sumir segja mér að ég sé ógeðsleg og fólk hefur oft hlaupið hrætt í burtu þegar það sér mig.“
„Mig langar að kenna fólki að líta út eins og brúða. Það geta allir gert það, þú þarf ekki að vera ljóshærð til þess, finndu bara þinn eigin stíl og vertu hamingjusöm“
Hún segist ekki hafa farið í eina einustu lýtaaðgerð og hugsi lítið sem ekkert um mataræðið, hún sé bara svona.
Margir neita að trúa því sérstaklega þegar þessar gömlu myndir af henni skutu upp kollinum á netinu.