Ofsaakstur á silfurlituðum Bens í Ártúnsbrekkunni endaði með því að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum og keyrði í veg fyrir Tómas Þröst Rögnvaldsson – og svo flúði ökuníðingurinn vettvang.
Tómas leitar nú að tjónvaldinum þar sem að hann situr uppi með skrekkinn og óökuhæfan bíl – og biður fólk að deila færslunni.
Silfurlitaður Bens stakk af frá tjónsvettvangi á sunnudaginn, eftir að hafa misst stjórn á bílnum eftir ofsaakstur, rétt rúmlega 12 á hádegi í Ártúnsbrekkunni. Um rúmlega mitt myndskeið sést bíllinn aka í burt með tjón á hægra afturhorni. Svo er auðvitað líka tjón á vinstri hlið á bílnum. Bensinn er 4 hurða með skotti, kannski má meta árgerð af afturljósi sem sést vel við áreksturinn ef myndband er stoppað. Vinsamlega deilið svo tjónvaldur finnist.