VÍSIR/KOLBEINN TUMI
Eins og visir.is greinir frá þá brunaði bíll yfir á rauðu ljósi við Hringbraut í morgun þegar að barn var á leið yfir götuna, rétt eftir að gangbrautarvörðurinn var farinn.
Eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir ofan, myndinni sem allir eru að tala um, þá var umferðarljósið orðið rautt og gönguljósið orðið grænt. Barnið hefði því getað verið lagt af stað út á götu þegar bíllinn brunaði yfir á rauðu.
Gangbrautarvörðurinn var frá Vesturbæjarskóla og var staðsettur á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun, eftir að keyrt var á stelpu á leið í skólann í gær. Hér sjáum við mynd frá vettvangi slyssins í gærmorgun:
Eftir að bíllinn var farinn yfir á rauðu þá leit strákurinn vel til beggja hliða áður en hann þorði að fara yfir götuna á leið í skólann.