Auglýsing

Tilkynning frá Sálfræðingafélagi Íslands út af Öldu Karen – „Jafnvel segja stundum „ég er nóg“.“

Alda Karen virðist vera búin að gera allt vitlaust í samfélaginu með „ég er nóg“ setningunni hennar og Íslendingar á samfélagsmiðlum keppast nú við að skrifa færslur með eða á móti henni, með misgóðum rökum.

Nú er Sálfræðingafélag Íslands búið að tjá sig um málið – og það virðist vera sem þau eru sammála henni þegar kemur að flestum í samfélaginu, fólki sem verður eðlilega stressað og á við eðlileg vandamál.

En þau eru engan veginn sammála henni þegar kemur að alvarlegum andlegum veikindum, sérstaklega ekki ef það er hætta á sjálfsvígi.

Sálfræðingar hafa löngum talað fyrir því hversu mikilvægt er að fólk sé meðvitað um eigin styrkleika, hlúi að sér og hafi á sama tíma kunnáttu og getu til að leysa ýmis vandamál daglegs lífs með margskonar aðferðum. Mikilvægt er t.d að geta leitað til sinna nánustu ef þarf s.s. fjölskyldu, vina, vinnufélaga og einnig er gott að geta leitað upplýsinga á netinu. Það er gott og gagnlegt að vera bjartsýnn, setja sér markmið, vinna markvisst að þeim og vona það besta. Jafnvel segja stundum „ég er nóg“. Það getur hjálpað þeim sem eðlilega eru stressaðir fyrir próf eða eru með fiðrildi í maganum þegar halda á ræðu.

Þegar hinsvegar um er að ræða alvarlegan vanda, sjálfsvíg og skilgreindar geðraskanir sem hafa veruleg truflandi áhrif á daglegt líf fólks þá duga einfaldar skyndilausnir því miður ekki og það að halda því fram getur haft skaðleg áhrif.

Heilbrigðisstarfsmönnum ber siðferðisleg skylda til að benda á það þegar opinber umræða er á villigötum, þegar hætta er á að umræða um heilsu fólks sé líklegri til að skaða en hjálpa. Það kemur hvorki nornaveiðum né menntasnobbi við. Greinum á milli í umræðunni. Þegar við tölum um geðraskanir og mögulega meðferð þá vöndum við okkur og tölum af ábyrgð. Gerum ekki lítið úr alvarlegum og flóknum vanda með því að benda á skyndilausnir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing