Frægasta vaxtarræktar pósan hans Arnold Schwarzenegger er án efa Mr. Universe pósan hans hér fyrir ofan.
Leynibarnið hans Arnold deildi þessari mynd á Instagram þar sem hann endurgerir pósuna hans pabba síns – enda er hann hættur að lifa í felum með að vera sonur hans.
Joseph Baena – eða Joseph Schwarzenegger eins og hann gæti vel heitið – vissi ekki að hann væri sonur hans Arnold fyrr en hann var 14 ára gamall.
En af öllum 5 börnunum hans Arnold þá virðist Joseph vera líkastur honum.
Hinn 21 árs gamli Joseph fær mikil hrós frá vaxtarræktarköppum um allan heim og er talinn vera virkilega duglegur í ræktinni.
Það verður gaman að sjá hvort hann fari lengra með þetta og endi með að keppa í vaxtarrækt eins og pabbi sinn.
Arnold virðist allavegana vera fyrirmyndin hans í þessum málum: