Instant family fær 4.8 af 5.0 hjá gagnrýnendum Facebook og 82% hjá Rotten Tomatoes! Myndin fjallar um Pete og Ellie sem langar til að stofna fjölskyldu. Þau enda á að fara á stofnun sem sér um ættleiðingar og búast við einu barni.
Niðurstaðan verður sú að þau fá þrjú börn og þar á meðal uppreisnargjarna 15 ára stelpu sem gerir allt vitlaust. Nú reynir á og þau verða að gera sitt besta til að láta nýju fjölskylduna blómstra.
Eins og sést í stikluna er um frábæra mynd að ræða með stórleikurunum Mark Wahlberg og Rose Byrne í aðalhlutverkum.
Myndin verður frumsýnd föstudaginn 25. janúar 2019. Taktu pásu frá skammdeginu og pantaðu miða á Sambíó.is HÉR.