Það er mikið gantast með það hversu mikið eða lítið karlar og konur tala og hversu erfitt þá sérstaklega karlmenn eiga með að tjá sig.
En undanfarið, sérstaklega í tengslum við háa sjálfsmorðstíðni ungra karlmanna, þá hefur orðið minna um brandarana og meira um alvöru umræðu um málið.
En eiga karlar erfiðara með að tjá sig? Þetta er allavegana það sem Lifandi Vísindi hafði um málið að segja:
Eiga karlar erfiðara með að tjá sig?
Strax um tveggja ára aldur þroska stúlkur meiri málhæfni en drengir. Ástæðan er m.a. sú að konur nýta bæði heilahvelin fyrir ákveðnar málstöðvar en karlmenn aðeins annað. Tilraunir hafa sýnt að testósterón geti hamlað þróun málstöðva í heilanum.