Nú laugardagskvöldið 2. mars verður stórt kvöld í UFC 235. Þá mun Jon Jones verja titil sinn gegn Anthony Smith – og Tyron Woodley mun takast á við Kamaru Usman aka. nígerísku martröðina.
Jon Jones varði titil sinn síðast í desember – og fór nokkuð létt með gegn Alexander Gustafsson. Skv. stuðlum Betsson virðist hann eiga léttan dag fyrir höndum gegn Anthony Smith – en Jones er með 1,12 á móti 6,25 hjá Smith.
Það er hins vegar meiri spenna í loftinu hjá Kamaru Usman og Tyron Woodley – sem ver beltið sitt í veltivigtinni – sem er einmitt flokkurinn sem Gunnar Nelson keppir í. Þar er stuðullinn 1,65 á meistara Woodley – á mót 2,24 á Usmanninn.
Líkt og má sjá hér er þetta grimmt kvöld sem er í vændum. Ekkert gefið eftir.