Hann Árni Björnsson setti þessa opnu færslu á Facebook þar sem hann tjáði sig um slysin á 737MAX farþegaþotum.
Sem flugstjóri á svoleiðis vel þá hikar hann allavegana ekki við að mæta í vinnuna og ber fullt traust til framleiðanda:
Jæja ég get ekki orða bundist lengur eftir að hafa lesið hin ýmsu komment og yfirlýsingar hér og þar á samfélagsmiðlum.
Ég skil vel að fólk hafi áhyggjur en það er ekki ennþá vitað hvað kom fyrir í Eþíópíu og þess vegna órökrétt að fara fram á kyrrsetningu þessara véla. Einnig sýnist mér að það þurfi að benda á að aðalorsök flugslyssins hjá Lion air í Indónesíu var því miður sökum kæruleysislegra vinnubragða í viðhaldi þeirrar ákveðnu vélar.
Sem flugstjóri á 737MAX mun ég ekki hika við að mæta til vinnu og sinna mínu starfi af heilindum og ber fullt traust til framleiðanda og viðhaldsáætlunar míns fyrirtækis. Ég á hund og fjölskyldu og gott líf sem ég myndi aldrei fórna fyrir gróða vinnustaðar míns.
Það eina sem ég fer fram á er að fólk andi með nefinu og bíði eftir fyrstu niðurstöðum rannsóknarinnar og ekki hundsa þá staðreynd að Icelandair á gott orðspor sem það vill ekki tapa.
Pís át
✈️❤️