Það hefur oft verið talað um að Monopoly sé „spilið sem hefur verið að rústa fjölskyldum síðan 1935“ – og það er mögulegt að ein fjölskylda hafi verið að bætast í það safn.
Þessi strákur getur allavegana ekki verið sáttur við það að foreldrar hans hlógu að honum þegar hann fór að gráta við það að fara á hausinn í Monopoly.
Þeim fannst það hinsvegar svo fyndið að þau deildu myndbandinu á netið og settu sig ekki upp á móti því þegar stóru Facebook síðurnar vildu birta myndbandið hjá sér – þvert á móti.
Miðað við ummælin sem fólk hefur skrifað við myndbandið þá er stóra spurningin eiginlega – myndir þú líka hlæja að barninu þínu í þessum aðstæðum? Og myndi þér svo finnast eðlilegt að deila því á netið?