Auglýsing

Ragga Nagli hitti naglann á höfuðið – „Kröfur samfélagsins garga hver ofan í aðra“

Ragga Nagli hitti svo sannarlega naglann á höfuðið þegar hún skrifaði Facebook færsluna hérna fyrir neðan.

Eftir upptalninguna hennar þá er sko ekki hægt að neita fyrir það að kröfur samfélagsins garga hver ofan í aðra.

Þú verður að vera grönn.
Það er ekki heilbrigt að vera feit.

En ekki verða of mjó samt.
Mátt ekki líta út eins og stríðsfangi.

Vertu á ketó og að fasta og í dítox og á grænmetisfæði.
En þú verður samt að eiga heilbrigt samband við mat.

Þú verður að elska líkama þinn.
En svona losnarðu við síðustu fimm kílóin.

Farðaðu smettið en ekki of mikið samt
Mátt ekki líta út eins og tvítug skinka á skólaballi.

Vertu metnaðargjörn í starfi en ekki of ráðrík samt.
Þú vilt ekki vera frekja.

Vertu sátt við sjálfa þig en ekki of mikið samt.
Þú vilt ekki vera hrokafull. Þá líkar engum við þig.

En vertu með sjálfstraust!!

Þú verður að eldast með reisn.
En hér er nýjasta hrukkukremið á markaðnum.
Þú vilt ekki að línurnar undir augunum sjáist.
Já ekki gleyma að fara í strípur fyrir gráu hárin.

Vertu móðins en klæddu þig samt eftir aldri.
Ekki mínípils eftir fertugt.

Hugsaðu um heilsuna og hreyfðu þig.
En ekki verða ræktarfíkill samt.

Mundu eftir að raka handarkrikana og löðra á þig brúnkukremi.
En ekki vera of upptekin af útlitinu samt.
Þú vilt ekki vera prímadonna.

Vertu stolt af júllunum og sýndu skoruna.
En ekki vera eins og gæra samt.

Vertu einstök og skapaðu þér sérstöðu.
En ekki vera furðufugl samt.

Settu sjálfa þig í fyrsta sæti.
En vertu samt góð móðir, dóttir, systir, vinkona.

Er það skrýtið að konur eigi erfitt með að halda jafnvægi þegar kröfur samfélagsins garga hver ofan í aðra?

Kulnun og örmögnun verða eins og landafjandi þegar útlit, frammistaða, starfsframi, mataræði og æfingar bætast við alla aðra streituvalda í daglegu lífi.

Suma daga étum við salat og förum í ræktina með brúnkukrem og plokkaðar brúnir.

Suma daga étum við möffins með skítugt hár og förum ekki úr náttbuxunum.

Frelsið felst í að gefa skít í hvað við eigum og eigum ekki að vera, gera, segja og hugsa .

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing