Hún Lára Ómarsdóttir setti þessa opnu færslu á Facebook þar sem hún segir frá því að vespan sem sonur hennar keypti fyrir fermingarpeninginn hefur verið stolið.
Lára reynir nú á mátt Facebook til að finna vespuna eða notaða vespu sem þau gætu keypt.
Sonur minn var eitt sinn stoltur eigandi þessarar vespu. Keypti hana og hjálminn fyrir fermingaraurinn í fyrra, borgaði 244.000 kr fyrir. Hún var læst með stýrislás og gamaldags og sterkum keðjulás og geymd í læstri, sameiginlegri hjólageymslu hvar við bjuggum. Þaðan var henni stolið og hjálminum og af því að einhver með lykil af geymslunni stal henni fæst hún ekki bætt að fullu. Hann fær bara helming úr tryggingunum. Öðru máli hefði skipt ef einhver hefði brotist inn, þá hefði hún verið bætt að fullu (smáa letrið). Nú leitar hann að notaðri vespu til kaups. Ef einhver lumar á einni slíkri má senda mér pm. Líka ef einhver hefur rekist á þessa einhvers staðar. Gripurinn var af gerðinni Znen, svört, árs gömul, 50 cc.