Auglýsing

Löggan tók myndir af Rakel til að sýna RÉTTA stöðu hjálma – Svona á hjálmur að liggja á höfði barna!

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók myndir af Rakel til að sýna hvernig hjálmur á að liggja á höfði barns – og líka hvernig hann á ekki að liggja.

Hjálmar eru lífsnauðsynlegt öryggi og það er auðvelt að staðsetja hann vitlaust, svo það er um að gera að vita nákvæmlega hvernig þetta á að vera.

Fórum í gær ásamt vinkonu okkar, henni Rakel, og tókum myndir af henni með hjálm.
Mynduðum við annars vegar hjálminn að framan og til hliðar eins og hann á að liggja á höfði barns, sem og myndir af því hvernig hann á EKKI að liggja.
Þá fylgir með mynd tekin innan í hjálminum af miðanum er sýnir framleiðsludag hjálmsins.
Nánari skýringar fylgja með hverri mynd.
Nú styttist í helgina þar sem verslanir ætla að bjóða upp á „lögguafslátt“ af hjálmum, um að gera að nýta tækifærið og endurnýja þar sem þörf er á.

Allir út að hjóla og upp með hjálmana

#hjálmarnir

Hér má sjá hvernig hjálmurinn liggur rétt á höfði barns. Hann á að falla beint niður en ekki visa upp.
Hér má líka sjá hvernig böndin liggja, byrjað er á því að stilla aftara bandið og á spennan sem tengir fremra og aftara band að sitja beint fyrir neðan kjálkaliðinn.
Ef barn er með sítt hár þarf að passa að hafa teygjuna fyrir neðan plaststykkið að aftan eða láta taglið koma út um bilið á milli plaststykkis og hjálms. Teygjan má ekki vera undir stykkinu, þá myndi stillingin ekki verða rétt

Hér sést enn betur hvernig hjálmurinn liggur.
Liggur hann yfir ennI og ver þannig andlitið betur ef barn fellur.
Gott er að hafa smelluna aðeins til hliðar til að minnka líkurnar á að barnið klemmi sig er það smellir hjálminum á.

Hér sést vel hvernig hjálmurinn á EKKI að liggja.
Hjálmurinn vísar upp og ver þannig ekki andlitið ef barnið fellur í jörðina sem og hann gæti færst enn aftar við fallið.

Gott dæmi um hjálm sem situr ekki rétt á höfði barns.
Börn eiga það gjarnan til að ýta honum svona aftur og þurfum við að vera dugleg að brýna fyrir þeim að gera það ekki, og útskýra af hverju.

Framleiðsludagur hjálms.
Samkvæmt nýjustu viðmiðum þá má nota hjálm í 5 ár eftir framleiðsludag. Hins vegar minnkar sá tími við notkun og gott er að miða við 3 ár í notkun og einungis 2 ár sé hjálmurinn mikið notaður.

Falli barn á hjóli á höfuðið með hjálm á sér, ber að endurnýja hjálminn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing