Auglýsing

Tinna í SJOKKI eftir að hleðslubankinn sprakk – Hrökk upp við hróp dóttur sinnar! – MYNDIR

Hún Tinna Arnar setti þessa opnu færslu á Facebook þar sem hún sagði frá því að ferðahleðslutæki dóttur sinnar hefði sprungið.

Tinna hrökk upp við hróp dóttur sinnar og þegar hún kom inn í herbergið hennar þá var eldur búinn að teygja sig 30 sentimetra upp vegginn frá gólfinu.

Reykskynjararnir fóru ekki í gang og það var mínútuspursmál að ekki fór illa.

Átt þú ferðahleðslutæki?

Í gærmorgun hrökk ég upp kl 5:30 við hróp dóttur minnar um að eldur væri komin upp í herbergi hennar. Ég hljóp inn til hennar og þá var eldur sem lá frá gólfi við hurðina og ca 30 cm upp vegginn, á innan við eina mínútu var eldurinn búin að teygja sig upp alla hurðina og mátti litlu muna að hann færi í föt sem eru á hengi á veggnum ásamt panilloftklæðningu. Ef hún hefði vaknað 3-5 mínútum seinna þá hefði eldurinn verið búinn að breiða úr sér og langar mig ekki að vita né hugsa til þess hvernig það hefði farið. Herbergið hennar var yfirfullt af reyk og lán að hún skyldi hafa vaknað, hún fékk væga reykeitrun og tel ég það vel sloppið miðað við reykinn sem var og lyktina.

Ég tek fram að við erum með reykskynjara á 2 stöðum en þeir fóru ekki í gang fyrr en hún opnaði hurðina og mökkurinn teygði sig fram. Út frá hverju kviknaði í ? ótrúlegt en satt þá var það lithiumbatterí í ferðahleðslupung sem átti upptökin. Var hann í sambandi? Nei hann var í vasanum á úlpunnar hennar. Ég hefði seint trúað því að þetta litla tæki sem nánast allir notast við í dag geti valdið slíkum óskunda.

Endilega farið yfir hvar þessi tæki eru staðsett á heimilinu og farið yfir með sjálfum ykkur og börnum um hvernig á að bregðast við þegar eldur kemur upp, hvar útgönguleiðir eru ásamt því hvar eldvarnarteppi og slökkvitæki eru staðsett í húsinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing