Auglýsing

Ólafur er ÓSÁTTUR við orðræðuna á boccia mótum – „Finnst fólki þetta virkilega viðeigandi?“

UPPFÆRT – Lionsklúbburinn Hængur hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi málið sem má lesa með því að smella hér.

Ólafur Þórðarson er boccia þjálfari hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og hann er vægast sagt ósáttur við orðræðuna á boccia mótum.

Ólafi finnst fáránlegt hvernig verðlaunapeningarnir á Hængsmótinu á Akureyri voru merktir og spyr: „Finnst fólki þetta virkilega viðeigandi?“



***VARÚÐ rant framundan***

Nú er maður búinn að vera að þjálfa boccia í nokkur ár og maður er ennþá að reka sig á svona rugl.

Svona voru verðlaunapeningarnir merktir á Hængsmótinu á Akureyri núna um helgina.
Finnst fólki þetta virkilega viðeigandi?

Þar er keppt í tveimur flokkum.
Flokki hreyfihamlaðra og flokki „þroskaheftra“

Ég er löngu búinn að fá mig fullsaddan af þessari orðanotkun. Ég og fleiri erum margoft búin að benda á þetta.
Ég veit til þess að margir keppendur eru sama sinnis.

Ég hvet fólk til að endilega deila þessu. Svona orðræða er ekki í lagi

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing