Eins og við sögðum frá í gær þá var Ólafur Þórðarson, boccia þjálfari hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík, vægast sagt ósáttur við merkinguna á verðlaunapeningum á Hængsmótinu á Akureyri um helgina.
Lionsklúbburinn Hængur hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem að klúbburinn biðst afsökunar á mistökunum, tekur alla ábyrgð á málinu og segist ætla að senda keppendum nýja verðlaunapeninga.
Eins og sést á svari Ólafs þá er hann sáttur með yfirlýsingu klúbbsins, þá sérstaklega að klúbburinn sé tilbúinn að gangast við þessu og bæta fyrir.