Auglýsing

Tannálfurinn færði sig upp á skaftið í Vesturbænum – ,,Svona skemmdarverknaður er óþolandi“ – MYNDIR

Hún Þórey Ólafsdóttir setti þessa færslu í opna Facebook hópinn ‘Vesturbærinn’ þar sem hún kvartaði yfir skemmdarverkum og leitaði eftir vitnum að atburðinum. 

Atvikið er einstaklega skrýtið þar sem að tannkrem var notað í skemmdarverkin og ef að enginn sökudólgur finnst í málinu þá mætti halda að tannálfurinn hefði fært sig upp á skaftið.

Endilega hafið samband við Þóreyju á Facebook ef þið vitið eitthvað málið.


Búið var að klína stórum klessum af tannkremi á annan bílinn okkar. Búið var að klína tannkreminu á tvo staði, hliðarrúðuna bílstjóramegin og húddið (eins og sjá má á myndunum). Svona skemmdarverknaður er óþolandi og verður ekki liðinn. Við munum hafa samband við lögreglu út af þessum skemmdarverknaði. Lakkið á bílnum rispaðist og fór einnig tannkrem í rándýran jakka sem ég var í. Ég var á leiðinni að ná í krakkana okkar og tafði það mig töluvert að þurfa þrífa þennan viðbjóð af bílnum !
Okkur langar að biðja fólk um að láta okkur vita ef eitthver sá til þeirra einstaklinga/einstaklings sem gerði þetta. Við erum að leita að vitnum. Endilega látið okkur vita.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing