Fólk alls staðar í heiminum elskar að klæðast fáránlegum hlutum – það hlýtur allavegana að vera, því að furðulegur fatnaður verður vinsælli og vinsælli með hverju árinu sem líður.
Nú eru það nærbuxur fyrir hendurnar á þér eða nærbuxnagrifflur (á ensku Handerpants) og við skiljum þetta bara engan veginn.
Af hverju var þetta framleitt og hvers vegna er þetta vinsælt?
Hvítar venjulegar nærbuxur eru líka eitthvað svo lummó til að byrja með, svo að það að setja þær á hendurnar verður bara einhvern veginn – rangt!
Allavegana, þá fæst þetta á Amazon eins og allt milli himins og jarðar – svona ef þú vilt gefa svona í djók gjöf…
…eða finnst þér nærbuxnagrifflurnar kannski bara kúl?