Blandaðar bardagaíþróttir eða MMA (e. Mixed Martial Arts) er harður heimur og þau sem hafa séð bardagana geta vottað um það. Enda vantar ekki blóðið og brotnu beinin í þeirri íþrótt.
Fyrir bardagana þá er alltaf Face Off þar sem keppendurnir hittast fyrir framan myndavélarnar og horfast í augu fyrir keppnina.
Maður myndi halda að þetta væri mangþrungið augnablik yfirfullt af spennu fyrir svona hættulegan bardaga – en eins og þið sjáið í þessu myndbandi þá getur þetta líka verið helvíti fyndið.
Hér eru fyndnustu MMA Face Off’in: