Nú er fyrir dyrum risaslagur tveggja stórþjóða í fótboltanum. Copa America stendur hvað hæst – og nú mætast í undanúrslitum aðfaranótt fimmtudags Brasilía og Argentína í Belo Horizonte.
Brasilía komst í undanúrslitin með sigri á Paragvæ á meðan Argentína sigraði Venesúela 2:0 á Maracanã-vellinum í Ríó.
Mikið er undir fyrir Messi – sem gerir tilkall til að verða einn besti fótboltamaður sögunnar – en enn sem komið er – hefur Argentínu ekki tekist að landa titli á stórmóti með hann innanborðs.
Betsson er ekki bjartsýnt fyrir hönd okkar manns – en þar er Brasilíu spáð sigri með 1,81 á móti 4,90 á Argentínu. Sjá nánar HÉR! Sama hvað öðru líður verður þetta mögnuð barátta tveggja sögufrægra liða!