Bananahýði er eitthvað sem fellur til á flestum heimilum, en hvað ef í ljós kæmi að hér væri á ferðinni sannkallað kraftaverka fyrirbæri sem við værum alls ekki að átta okkur á notagildinu á.
Vefsíðan hitthenews birti þennan lista yfir kosti bananahýðis sem fáir hafa hugmynd um, en það er frábært til að:
- Fjarlægja flísar – Ensími innan á bananahýðinu eru frábær, þau opna svitaholur og mýkja húðina og eru hjálpleg vi ðað fjarlægja pirrandi flísar.
- Minnka bólur – Fyrir þá sem kljóst við miklar bólur í andliti getur bananahýðið gert kraftaverk. Aftur eru það ensímin sem hjálpa til við að opna húðina sem eru að verki. Þú einfaldlega þrífur andlitið vel og nuddar bananahýði á það.
- Hvítar tennur – Ef þú nuddar bananahýði á tennurnar áður en þú tannburstar þig færðu hvítari tennur innan tveggja vikna.
- Á kjúklinginn – Ef þú setur bananhýði þannig að innri hliðin á hýðinu liggi á kjúklingnum helst kjúklingurinn frekar safaríkur í ofninum. Bananahýðið tekur við hitanum í ofninum og færir hann hægt yfir í kjúllan.
- Til að fá glansandi skó – Í þetta er best að nota eins dags gamalt hýði, þú vilt ekki að skórnir séu slímugir. Þú nuddar hýðinu á skóna og ensímin í því taka til starfa í innri lögum leðursins, minnka litlar rispur svo skórnir glansa. Það sama má gera við leðursófa.
- Marblettir gróa – Ef þú nuddar hýðinu á stóra marbletti flýtir þú fyrir því að þeir grói og hverfi.
- Fallegra hár – Settu bút af gömlu hýði í hárnæringuna – Efnin í hárnæringunni hafa áhrif á kalíumið í bananahýðinu og úr verður þynnri blanda sem virkar hraðar en venjuleg hárnæring.
Já, bananahýði er sannkallað kraftaverkalyf!