Þar sem það er alltaf rok hérna og það lítur út fyrir að þannig muni það vera um ókomna tíð eru hér nokkrir hlutir sem má gera í roki, svona til að hafa samt ennþá gaman að lífinu.
1. Hættum að fresta hlutunum bara vegna þess að veðrið er vont.
Ég frétti að fólk væri hætt að nenna að sækja börnin sín í skólann því veðrið væri svo slæmt. Kommon fólk, við verðum að halda samfélaginu gangandi!
2. Fara í Nauthólsvíkina að tana.
Í alvörunni. Við erum alltaf að monta okkur af því að við séum svo miklir víkingar og blabla en síðan sitjum við bara grenjandi föl heima hjá okkur þegar kemur smá stormur!
3. Ratleikir.
Það væri órtúlega gaman að ef í staðinn fyrir að allir myndu hlusta á yfirvöld og halda sig inni, myndu 20.000 manns fara í ratleik saman!!
4. Fljúga flugdrekum.
Þú gætir jafnvel uppgötvað eitthvað kúl eins og nýtt rafmagn eða annað eintak af þyngdaraflinu eða eitthvað bara. Ef þú átt ekki flugdreka er alltaf hægt að binda snæri í plastpoka.
5. Grilla.
Hvenær ákváðum við að það mætti grilla í frosti ef væri sól en ekki þegar er rok? Hvurslags aumingjar erum við að verða?
6. Dance – off.
Það er hlegið að okkur í útlöndum fyrir að vera svona léleg á skíðum. Förum bara öll að lifa svona „step-up“ lífum og skorum hvert annað á storm-off-dance-off!
Hættum svo að líta á þessa storma sem refsingu frá guðunum og lítum á þá sem guðsgjafirnar sem þeir eru.