Því hefur löngum verið haldið fram að kettir séu of sjálfstæðir til að þykja raunverulega vænt um eiganda sinn. Þeir eru ekki jafn háðir mannsskepnunni og hundar og eiga það þessvegna meira til að gera bara nákvæmlega það sem þeir vilja.
Daniel Mills prófessor í hegðun dýra segir að það sé á hreinu að kettir hafi gaman að félagsskap okkar en á sama tíma er hann þeim ekki nauðsynlegur.
Rannsókin var gerð á 20 köttum. Þeir voru settir inn í herbergi sem þeir höfðu ekki komið inn í áður, fyrst með eigenda sínum, síðan ókunnugri manneskju og síðan einir.
Þegar eigandinn yfirgaf herbergið vældu flestir kettirnir en hættu því fljótt og svo virtist sem hvarf eigandans skipti þá ekki máli. Daniel vill meina að þetta væl sé ekki merki um væntum þykju heldur meira bara „kvart“.