Auglýsing

10 undarlegar ljósmyndir sem hafa aldrei verið útskýrðar – MYNDIR

Þær eru magar ljósmyndirnar af skrímslum og draugum sem teknar hafa verið í gegnum tíðina. Flestar hafa verið sannaðar sem falsanir og í dag er ómögulegt að treysta slíkum myndum þar sem Photoshop tæknin er svo langt komin. Hér eru 10 myndir sem hafa aldrei verið útskýrðar og engum hefur tekist að sanna að séu falsanir.

  1. Cooper fjölskyldan flutti inn í nýtt hús í TExas og tók þessa mynd. Maður virðist vera að detta niður úr loftinu en enginn sá hann þegar myndin var tekin.

2. 20 maí árið 1967 kom Stefan Michalak á spítala með þessi undarlegu brunasár á kviðnum. Hann sagði þau hafa myndast þegar hann fann geimskip, gekk að því og það tókst á loft.

23-mysterious-photos-that-may-never-be-explained-23-photos-5

3. Þega Jim Templeton tók þessa mynd af dóttur sinni var enginn geimfari nálægt. Kodak skoðaði filmuna frá honum og komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið átt við myndina.

23-mysterious-photos-that-may-never-be-explained-23-photos-8

4. Þegar fyrstu myndir NASA frá tunglinu birtust var þessi merkt ónýt. NASA hefur aldrei tjáð sig um hana.

23-mysterious-photos-that-may-never-be-explained-23-photos-9

5. Ein frægasta mynd af draugi var tekin af Reverend K.F. Lord í í breskri kirkju árið 1963. Á þeim tíma var ekki hægt að eiga við myndir og það er ástæða þess að myndin varð svona fræg.

mens_unexplained-photos_03_03_newby1

6. Málverk af Maríu Mey með geimskipi í bakgrunninum.

23-creepy-and-mysterious-photos-that-may-never-be-explained-23-photos-25

7. Freddy Jackson lést í slysi þegar hann var að gera við flugvél. Daginn sem hann var jarðaður var þessi hópmynd tekin. Freddy er á myndinni.

23-mysterious-photos-that-may-never-be-explained-23-photos-10

8. Fjöldamorðinginn Dean Corll fékk viðurnefnið „Candy man“. Hann myrti og nauðgaði 28 ungum drengjum á árunum 1970 – 1973. Árið 2012 40 árum eftir morðin uppgötvaðist þessi mynd af skelfingu lostnum ungum dreng í járnum. Hann er ekki einn þeirra 28 sem Dean var dæmdur fyrir að myrða.

23-mysterious-photos-that-may-never-be-explained-23-photos-20

9. Lík Elisu Lam fannst í vatnstanki hótels árið 2013. Morðið hefur aldrei verið upplýst og á þessari mynd úr öryggis myndavél hótelsins má sjá Elisu fela sig í lyftu en hún virðist hafa verið að tala við einhvern á ganginum og fór síðan upp og niður í lyftunni, sem bilaði svo.

23-mysterious-photos-that-may-never-be-explained-23-photos-14

10. Árið 1951 fannst Mary Reeser brunnin til kaldra kola í hægindastól á heimili sínu. Hitinn var svo gríðarlegur að höfuðkúpa hennar hafði skroppið saman og það eina sem eftir var af henni var annar fóturinn. Ekkert annað í húsinu brann og eldurinn virðist hafa slokknað að sjálfur sér eftir að Mary brann. Lögreglumenn eru enn að klóra sér í höfðinu yfir atvikinu.

mens_unexplained-photos_01_01_mary-reeser

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing