Góður nætursvefn er með því mikilvægasta sem maður þarf að eiga, ætli maður að eiga góðan dag. Stellingin sem þú sefur í segir margt um þig og eins erfitt og það getur verið þá er hægt að breyta þeim, sofi maður í óþægilegri stellingu.
Ef þú vaknar oft með bakverk, þó þú eigir fínasta rúm getur verið að þú sést einfaldlega að sofa í stellingu sem reynir of mikið á hrygginn.
Hér eru 4 stellingar sem algengt er að fólk sofi í.
1. Á bakinu – Þetta er hin fullkomnasta svefnstelling. Stuðningur við allt bakið en þú verður að passa að vera með nógu góða dýnu.2. Á hliðinni – Fullkomin fyrir þá sem hrjóta eða þjást af kæfisvefni. Eini gallinn er að þu gætir vaknað með koddafar og verði aðeins aum/ur í annarri hlið líkamans. Þess vegna er um að gera að skipta um hlið reglulega og pass að það sé ekki sveigja á hálsinum.
3. Á maganum – Þessi er talin frekar slæm þar sem hún setur álag á hrygginn og getur valdið því að þú vaknar með náladofa í hödum og/eða fótum. Hún setur líka álag á líffærin þar sem er þrýstingur á þeim alla nóttina. Þessi stelling er einungis góð fyrir þá sem hrjóta mikið þar sem öndunarvegurinn er opin.
4. Fósturstellingin – Er talin versta svefnstellingin þar sem það er álag á bæði hálsinum og bakinu. Hún heftir líka öndun og talið er að þeir sem sofa í þessari stellingu séu líkegri til að vera stressaðir og áhyggjufullir.
Síðan er að sjálfsögðu mjög mikilvægt að vera með gott rúm ef þetta á allt saman vel að fara.