Flestir kannast við Johnson’s Baby Lotion en það er ein þekktasta varan frá fyrirtækinu Johnson&Johnson. Þetta er þó bara eitt af hundruðum vörumerkja sem almenningur kannast við en J&J er samt aðallega þekkt í lyfja- og heilsugeiranum.
Á síðasta ári seldi J&J vörur fyrir 74 milljarða dollara eða nærri 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Það er meiri peningur en hægt er að ímynda sér en fyrirtækið er í einkaeigu Johnson fjölskyldunnar.
Jamie Johnson var 27 ára þegar hann ákvað að gera heimildarmynd til að sýna lífið bak við tjöldið hjá ríkustu fjölskyldum heims. Mikil leynd hvílir yfir þessu svokallaða „topp 1%“ og því var ekki auðvelt að fá fólk til að taka þátt í myndinni. Þetta er því einstök innsýn inn í heim hinna ofurríku og rætt er við ýmsa unga erfingja.
Það er greinilega ekki hægt að kaupa hamingjuna …