Svokallað „body shaming“ hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og nýlega kom í ljós að á sama tíma og konur eru almennt að þyngjast í Bandaríkjunum eru fatastærðirnar að minnka. Þannig er kona í kjörþyngd farin að þurfa að kaupa föt í XL.
Benjamin Ashton Cooper var nýlega að hjálpa konunni sinni að taka til í fataskápnum hennar og tok eftir því að fötin hennar eru mörg í XL þo að hún sé alls ekki stór kona. Hann ákvað því að prufa að skella sér í nokkrar flíkur og þær pössuðu á hann. Hann notar sjálfur ekki XL.
Í póstinum segist hann hafa viljað benda á þetta rugl og að þetta sé meðal annars ástæða þess að í heiminum eru 8 ára stelpur með átraskanir. Flott framtak.