Kona sem kallar sig Loi Mag og starfar í kynlífsiðnaðinum á Íslandi – skrifaði grein í tímaritið Grapevine. Þar lýsir hún skoðunum sínum á starfinu, vanköntunum og því sem hún telur að væri heppilegast fyrir sig og fólk í sömu stöðu til að njóta sem mest ávinnings.
Greinin er skrifuð á ensku – en hana má lesa þýdda hér að neðan:
Við höfum náð miklum árangri með druslu-skömmina (slut shaming). Hreyfing eins og Druslugangan eru að tryggja það, að konur og allskonar ólíkt fólk geti rætt kynlíf og okkar og kynhneigð eins og karlar hafa gert í mörg ár, án þess að vera lítillækkuð og sagt að við séum lauslátar og skítugar. En Ísland þjáist enn af hræðilegu og satt best að segja skammarlegu hóru-fóbíu vandamáli, bæði í fréttatflutningi af kynlífs-starfsmönnum og samfélagið sem heild.
Við Íslendingar erum stoltir yfir því að vera frábært land fyrir konur. En um leið og við blöndum pening við kynfrelsi, þá erum við um leið skítugar og auðveldar – og höfum eitthvað til að skammast okkar fyrir, aftur.
Aggressívustu rifrildin sem ég hef átt á Íslandi í sambandi við vinnu mína, tengist „femínistum“ sem segja mér aftur og aftur að vinna mín sé nauðgun, að ég skilji það bara ekki, að ég sé „með of mikla áfallastreitu“ til að átta mig á því hvað sé að gerast og með því að „selja“ líkama minn, sé ég að færa réttindabaráttu kvenna aftur um marga áratugi.
Ég skil að þetta er gildishlaðið umræðuefni, sérstaklega vegna misskilnings í landinu varðandi kynlífs-vinnu og kynlífs-þrælahald (en ekkert af því fólki sem ég hef áttu umræðuna við, hefur reynslu af því að selja kynlíf, allt sem þau hafa gert er að lesa greinar og draga ályktanir). Mín sannfæring er sú að engin hafi rétt á því að fordæma mig eða kollega mína vegna vals okkar á atvinnu.
Val.
Ég, eins og margt annað fólk, vel kynlíf að atvinnu af því að það þjónar þörfum mínum. Ég valdi þetta af því ég er með alvarlegan kvíða, ásamt öðrum andlegum veikindum, sem gerir 9-5 vinnu óaðgengilega fyrir mig, og ég fell ekki undir réttindi til bóta. Að mynda mig í rúminu mínu – ásamt því að geta verið með teygjanlegan símatíma virkar rosalega vel fyrir mig, þannig ég hef gert meðvitað val milli þess að vinna við að selja kynlíf – og skulda. Val sem mikið af vinnandi fólki sem þarf að borga leigu og reikninga skilur. Kannski snýst val þeirra ekki um að selja kynlíf. Það gæti staðið á milli þess að vera í skuldafeni eða að þrífa, vinna á kaffihúsi – eða langra, illa borgaðra vakta í ferðamannaiðnaðinum.
Þrætuepli sem kemur upp aftur og aftur hjá fólki í kynlífsiðnaðinum – er sá misskilningur að kúnnarnir séu versti parturinn af starfinu.
Já, kúnnarnir geta verið dónalegir, sjálfselskir, fullir vanvirðingar og stundum ofbeldisfullir og banvænir – ég ætla ekki að draga dul á það, en þessir þættir eru studdir að stærstu leiti af Sænska Módelinu (sem gerir kaupin að glæp, en ekki söluna, stefna sem margar femínskar systur mínar dýrka og styðja), og öðrum lögum sem gera kynlífskaupin að glæpsamlegu athæfi.
Ég, og margir aðrir kollegar mínir, höfum þá skoðun að afglæpavæðing sé öruggasta leiðin til að minnka skaða og geri starfið sem öruggast.
Afglæpavæðing getur tryggt öryggi okkar, rétt okkar til að mynda stéttarfélög og til að skapa betra og sterkara vinnuumhverfi fyrir okkur.
Lögin núna á Íslandi, byggð á Sænska Módelinu, gera okkur ekki kleift að gera það. Þau tryggja að við getum ekki unnið saman að öryggi okkar og getum ekki grisjað kúnnana okkar eins og starfsmenn í öðrum löndum geta, þar sem kúnnarnir okkar eru of hræddir við að verða handteknir til að gefa nokkrar upplýsingar yfir höfuð.
Tungumál
Eitt sem hefur truflað mig mjög mikið varðandi póltíkina við starf mitt, fyrir utan hversu illa Sænska Módelið virkar til að stoppa kynlífs-þrælahald og tryggja öryggi viljugra einstaklinga í kynlífsiðnaðinum, það er, að það er ekkert orð fyrir „kynlífs starfsmann“ á íslensku. Allt sem við höfum er „vændi/vændisfólk“ sem er niðrandi heiti. Vændi er tengt við skömm, þvingun, ofbeldi, þrælahald, af því að margir virðast ekki vita, eða samþykkja, að kynlífs þrælahald og sá sem stundar kynlíf með samþykki fyrir pening, eru tvö algjörlega aðskilin málefni, sem þurfa ólíkar nálganir.
Stigma og pólitík
Ég er ekki stór aðdáandi kynlífs iðnaðarins. En aftur á móti, er ég ekki stór aðdáandi neins iðnaðar sökum þess hvernig kapítalisminn notar starfsfólk.
Kynlífsiðnaðurinn er ekki fyrir alla, ég skil og virði það, en það er mjög pirrandi að valfrelsi þitt sé haft að engu af fólkinu sem þú hélst að myndi vera fyrst til að sýna samstöðu með þér.
Höfundur er fæddur á Íslandi og vinnur í kynlífsiðnaðinum – og er „anti-client working class anarcha-feminist.“