Það er alþekkt á Íslandi að foreldrar fái póst um að lús gangi í skólanum. Nú strax á nýju ári 2017 kom nýr póstur – en hann fjallaði ekki um lús – heldur MÚS!
Já það varð að loka mötuneyti í skóla í Reykjavík vegna músagangs – og heilbrigðiseftirlitið vildi ekki að krakkarnir væru að éta neinn músaskít með kássunni.
Það þarf allavega ekki að þvo allt heima fyrir – og senda alla í sjampómeðferð í þetta skiptið …