Eftir misheppnuð lungnaskipti þá liggur hin ástralska Nardya Miller á dánarbeðinu – læknar hafa tjáð henni að hún eigi aðeins nokkra daga eftir ólifaða.
Hún vildi nýta tíma sinn sem best og skrifaði þetta bréf – sem hefur farið um netheima.
Bréfið er virkilega sorglegt en um leið hvetjandi fyrir þá sem eftir standa.
„Kannski hef ég þekkt þig alla ævi mína, kannski hef ég þekkt þig í 10 ár, og kannski hef ég þekkt þig í stutta stund, en eftir aðeins um viku mun ég ekki þekkja þig aftur, ég mun aldrei sjá andlit þitt aftur, ég mun aldrei tala við þig, snerta þig, faðma þig, nokkru sinni aftur.
En ég mun alltaf elska þig, og vinskapinn sem við byggðum – og minningarnar sem við bjuggum til.
Hlutirnir fara ekki alltaf eins og maður planar í lífinu, það eru mjög stórir hlutir sem ég mun aldrei öðlast, staðir sem ég mun aldrei fara á, og annað sem ég mun aldrei sjá. En ég mun fylgjast með. Alltaf. Brosandi. Af því ég var hér.
Ég mun aldrei gefast upp. Ég hef aldrei gefist upp. Nú er ég bara að sleppa.
Ég bið þig að lifa lífi þínu til fullnustu.