Apotek kitchen + bar er „casual/smart! staður þar sem boðið er upp á ljúffengar veitingar í líflegri stemningu og flottu umhverfi.
Matseðillinn er skemmtileg blanda af íslensku og evrópsku eldhúsi með funheitu argentísku grilli.
Á Apotekinu er lifandi kokteilbar þar sem verðlaunaðir „apótekarar“ hrista saman spennandi kokteila – við allra hæfi – örvandi, róandi og jafnvel verkjastillandi.
Apotek býður þér að gera vel við bóndann með sérstökum bóndadagsmatseðli sem er svohljóðandi:
FORRÉTTIR
BLEIKJA Á SALTBLOKK FRÁ HIMALAYA
Hægelduð bleikja, yuzu mayo, tru u mayo, stökkt quinoa, epli
NAUTARIF
24ra tíma hægelduð nautarif, reyktur Ísbúi, gulrætur, karsi
AÐALRÉTTUR
KOLAGRILLUÐ NAUTALUND
Jarðskokka og hvítsúkkulaði-purée, steiktar næpur með sveskjum og heslihnetum, bjór-hollandaise
EFTIRRÉTTUR
BÓNDASÆLA
Súkkulaði-marengsbotn, möndlumulningur, mangóhlaup og mjólkursúkkulaði-pralín
Apotek kitchen + bar er staðsettur á einu fallegasta horni Reykjavíkur í Austurstræti 16 og þú getur pantað borð í síma: 551-0011.