Nýlega fékk hin 7 ára Lea Jana iPad og ZooGue hulstur að gjöf frá iStore Kringlunni. Hún er 52. langveika barnið sem fær iPad að gjöf frá okkur, en undanfarin 6 ár hefur iStore styrkt börn með iPad gjöfum, þetta er þeirra leið til að þakka viðskiptavinum sínum fyrir að velja sig. Hvorki Epli né Apple tengjast þessu styrktarverkefni okkar.
Lea Jana er með greiningu uppá arthrogryposis sem að er þýtt á íslensku sem liðleikakreppa. Hún var greind með arthrogryposis í 21.viknar sónar.
Lea Jana er búin að fara í tvær stórar mjaðmaaðgerðir og fór hún í sína fyrstu, aðeins 10.mánaða gömul og var í gifsi í fjóra mánuði. Hún hefur líka farið í aðgerð á báðum höndum og þurfti hún að fara í tvær á hægri hendi. Hún á erfitt með að stjórna fingrunum almennilega og er hún líka með þroskaröskun.
Við höfum mikla trú á að iPad komi til með að örva þroska, hjálpa með hreyfigetu, tjáningu og auka lífsgæði hennar.
iPad nr 53 verður fjótlega á dagskrá hjá versluninni.
Ef þú hefur ábendingu um langveikt barn sem þú hefur trú á að iPad gæti aukið lífsgæði hjá, endilega sendu þá ábendingu á iborn(hjá)istore.is