Tugi þúsunda manns um allan heim eru að nota núna app sem heitir Campanion. En það gerir fólki kleift að „ganga“ heim með vin af djamminu.
Appið var fundið upp af fimm nemendum í University of Michigan – og fer fram á að vinir eða fjölskyldumeðlimir geti fylgt notandanum eftir á leið sinni heim – með GPS á korti.
Notandinn getur sent fyrirspurnir á nokkra síma – til að tryggja að það séu einhverjir sem sjá beiðnina.
Þeir sem eru beðnir um að fylgja manneskjunni heim – fá SMS með vefslóð – þar sem þeir sjá notandann ganga heim á korti. Ef notandinn villist af leið, fellur við, er ýtt eða byrjar að hlaupa, þá greinir appið hreyfinguna – og spyr notandann hvort allt sé í góðu.
Ef allt í góðu er með notandann, þá ýtir hann á hnapp innan 15 sekúndna. Ef ekki er þrýst á hnappinn breytist síminn í viðvörunarkerfi fyrir notandann og gefur frá sér hátt hljóð – og gefur möguleika á að hringja í lögregluna.