Auglýsing

Langar þig að læra um hreint mataræði? – Ásdís kennir þér trixin!

Ásdís Grasalæknir er að halda námskeið þar sem hún fer í gegnum hvernig við hreinsum líkamann. En nánar má sjá um námskeiðið HÉR. Við fengum Ásdísi til að segja okkur af hverju við þurfum hreinsun.

Við gefum henni orðið.

Í okkar daglega umhverfi erum við útsett fyrir fjölda toxískra efna í fæðu sem berast með einhverjum hætti inn í líkama okkar í gegnum húð, öndun og meltingarveg. Matur nú til dags er ræktaður og framleiddur með öðrum hætti en gert var hér áður fyrr og mikið um unna og næringarsnauða fæðu sem er oft líka full af sykri og aukaefnum.

Húðvörur og hreinsiefni innan heimilisins eru einnig áreitsvaldar á líkamann en þessar vörur innihalda oft á tíðum mikið magn eiturefna sem trufla starfssemi líkamans. Ofát, streita, svefnleysi, lyfseðilsskyld lyf o.fl geta einnig haft truflandi áhrif á afeitrunarstarfssemi líkamans.

Afeitrun líkamans er náttúrulegt ferli og á sér stað allann sólarhringinn í helstu hreinsilíffærum þar sem líkaminn er að sortera, flokka, geyma eða eyða flóknum efnum sem eru framleidd í líkamanum út frá efnaskiptum eða sem berast okkur í gegnum fæðu og umhverfi. En þetta gengur ekki alltaf eins og smurð vél hjá okkur og sumir eru hreinlega með lélega afeitrunarstarfssemi þar sem lífsstíll okkar nú til dags er oft ansi hraður og margir huga ekki nægilega vel að því sem þeir borða, borða jafnvel of mikið eða ekki rétt samsetta fæðu. Því getur verið gagnlegt að prófa að endurstilla líkamann með áhrifaríkri og einfaldri næringarhreinsun sem er án öfga og miðar að því að styðja við náttúrulega afeitrun og bataferli líkamans á heilsusamlegu mataræði og jurtum.

Hreinsun útilokar áreitisvalda á ónæmiskerfið með því að taka út tímabundið þær fæðutegundir sem geta framkallað óþol/ofnæmi eða bólgur og gefur líkamanum því færi á að endurnýja sig á skilvirkan og uppbyggjandi hátt. Jákvæð áhrif þess að hreinsa líkamann er gjarnan bættari melting, meiri skýrleiki og einbeiting, hreinni húð, aukin orka og almenn vellíðan í líkamanum. Maturinn er jú besta forvörnin og besta lyfið!

Kynntu þér námskeið Ásdísar sem hefst miðvikudaginn 1. febrúar – HÉR!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing