Ookla sem reka Speedtest.net sem eflaust er þekktasta hraðapróf í heiminum hefur krýnt farsímakerfi Símans sem hraðasta farsímakerfi Íslands árið 2016. Starfsmenn Símans verið á fullu að bæta og uppfæra 3G og 4G kerfi Símans og eru hvergi nærri hættir, enda áframhaldið skýrt, að fjölga sendum og efla kerfið enn frekar.
4G net Símans nær nú til 95,5% þjóðarinnar og 3G kerfið til 99% landsmanna. Nú í nóvember tóku þau svo í notkun næstu kynslóð 4G senda í samstarfi við Ericsson sem kallast LTE Advanced eða 4G+ sem ná yfir 200 Mb/s hraða.
Hraði á farsímanetum dreifist á milli notenda og því geta hraðapróf sýnt misjafnar niðurstöður. Einnig skiptir fjarlægð frá farsímasendum og tegund símtækis máli. Meðalhraðinn 2016 hjá Símanum var 44 Mb/s en þau hafa oft séð yfir 100 Mb/s og nýlega yfir 200 Mb/s í Vesturbæ Reykjavíkur.
Vertu með á hraðasta farsímanetinu. Vertu Endalaus Snjall með endalaus símtöl og SMS, 30 GB af gagnamagni en þar fylgja einmitt með Krakkakort þar sem börnin fá endalaus símtöl, endalaus SMS og 1GB af gagnamagni. Í Endalaus Snjall er einnig hægt að fá gagnakort fyrir spjaldtölvuna eða fartölvuna sem samnýtir gagnamagnið.