Austurríska fyrirsætan Jazz Egger á heimsmetið fyrir flest „match“ á Tinder. Hún ferðast um heiminn fyrir alls konar myndatökur og á þá auðvelt með að hitta nýtt fólk.
Þessi 19 ára stelpa hefur „Matchað“ 5400 sinnum. Þrátt fyrir það þá hefur hún bara farið á stefnumót með 20 af þessum strákum.
„Þetta var farið að vera of mikið. Ég fékk superlike frá mörgum strákum og til að byrja með likeaði ég þá til baka en eftir smá tíma hætti ég því. Nú svara ég bara ef strákarnir senda mér eitthvað sem er virkilega spennandi!“
Þó að henni finnst þetta vera frekar mikið þá segist hún samt vera sátt því þetta er að hjálpa henni í módelbransanum.