Það kemur nýtt trend á Internetinu í hverri viku. Sumt er alveg hrikalegt en það sem er að ganga núna er alveg þokkalega skemmtilegt.
Þar eiga stelpur að taka tvær myndir af sér. Á annari myndinni eiga þær að vera venjulegar og sætar. En á hinni myndinni eiga þær að gretta sig og reyna að vera eins ljótar og hægt er.
Þetta er fín leið til að bjóta upp þessa hugsun að við þurfum alltaf að vera fullkomin.