Hin 32 ára gamla fitness drottningin Emily Skye er með stóran aðdáendahóp. Hún er með 1.2 milljónir fylgjenda á Instagram þar sem hún sýnir mataræði og æfingar.
Emily er ein af þessum manneskjum sem er oftast í rosalega góðu formi. En hún setti mynd á Instagram þar sem hún var ný komin úr fríi. Myndin var af maganum hennar og vakti hún mikla athygli.
Emily segir „Stundum er ég eins og á myndinni vinstra megin en stundum eins og á myndinni hægra megin. Ég er ekki alltaf með magavöðva og ég er aldrei fullkomin“.