Auglýsing

Íslenskur faðir brotnaði niður á pizzastað – Strákar gera grín að „mongólítum“

Dave Dunn birti hjartnæma og áhrifaríka færslu um fólk með „Down Syndrome“. Hann á sjálfur son með heilkennið – en hann lýsti reynslu sinni sem hann varð fyrir inni á pizzastað. Þetta er tækifæri fyrir alla til að vara sig á orðanotkun sinni – og hafa aðgát í nærveru sála.

Í kvöld brast ég í grát bókstaflega. Þetta er hann Chris sonur minn, hann fæddist með Down Syndrome. Hann er 4 ára, eldhress og skemmtilegur. Svona oftast.
🙂
Hann kaus ekki að fæðast svona. En hann er eins og hann er og við fjölskyldan elskum hann eins og hann er, enda yndislegur lítill drengur, þrátt fyrir að þroski hans og hvernig hann talar eða gerir hluti verða eflaust á annan veg en systkyni hans. Það sem gerðist í kvöld til að brjóta mig niður er eitthvað sem hefur verið að byggjast lengi upp, en það sem fyllti mælinn var að ég fór að sækja pizzu á Pizzunni, það myndi maður halda að væri einfalt verk. En þegar ég er að borga eru strákarnir á bakvið að tala um að einhver vinur þeirra væri með Mongólíta á snap, og hinn heyrði ekki og hann endurtók sig. Mjög hátt og greinilega. Það hefði ekki farið framhjá neinum sem var að sækja, ég var samt einn þar inni. Maður spyr sig, 100% fóstra greind með Downs á Íslandi fyrir fæðingu eru eydd.

Tvisvar bara í þessum mánuði er ég búinn að sja orðin mongó eða mongólíti á snap, ég hef séð þetta á facebook, heyrt þetta í röð út í búð, í skólanum og í vinnunni minni, þar sem samstarfsfélagi minn tjáði mér að einhver „mongólíti væri að skemma mannorð hans“ með því eina að tala við hann út í búð, jafnvel yfirmenn sem hafa kallað aðra mongólíta. Mér finnst þetta bara svo mikið notað að ég veit ekki hvort fólk fatti það lengur að það sé að tala svona.

Ég reyni oftast að tjá mig ekkert, því annars væri maður alltaf eitthvað að tuða, en í kvöld brotnaði ég gjörsamlega niður. Sérstaklega þegar ég hugsa til þess… Hvernig mun dóttir mín og yngri bróðir hennar líða með að heyra að bróðir þeirra sé skrítinn, mongólíti, vængefinn? Fyrsta skrefið er að reyna sýna öðrum virðingu, bæta orðaforðann sinn og hætta að nota orðið mongólíti. Mér finnst alveg að þessi umræði megi koma fram í dagsljósið, og bið vini mína að benda fólki á þetta einnig ef þið heyrið þetta. Takk vinir mínir.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing