Jamie Hines er súludansari frá Illinois í Bandaríkjunum. Hún hefur vakið athygli fyrir að vera súludansari í yfirvigt og einnig fyrir jákvætt hugarfar.
Þessi 36 ára kona vonar að hún geti hvatt aðrar konur sem eru ekki ánægðar með líkama sinn til þess elska sjálfa sig bara eins og þær eru.
Jamie lætur þyngdina ekki stjórnar sér og hún segir að hún hafi meira að segja hent vigtinni sinni. Hún byrjaði að æfa súludans fyrir 1 og hálfu ári og segir að það hafi hjálpað henni að breyta hugafari sínu varðandi þyngdina. Nú er hún sátt með sjálfa sig eins og hún er.
„Ég hef ekki orðið fyrir neinu einelti á samfélagsmiðlum eftir að ég byrjaði í súludansi þó ég viti að ég megi eiga von á því. Fólk er með mismunandi smekk og ef það fílar ekki að horfa á mig þá getur þar sleppt því ef það vill“. – Jamie
Það eru margir farnir að fylgja henni á Instagram og Jamie er líka farin að kenna súludans fyrir konur sem eru í yfirvigt. Hún vonast eftir að hafa áhrif og að fólk sé opið fyrir því sem hún er að gera.